FÖNDURBLOGG
Umhverfisvitund almennings hefur aukist svo um munar á síðustu misserum og er fólk byrjað að í mun meiri mæli að sniðganga vörur sem eru óhollar fyrir umhverfið. Eitt stærsta vandamálið í dag eru brúsar utan um allskyns sápur, t.a.m. sjampó, næringu, handsápur o.fl. Þessar vörur eru þær sem við notum daglega, allan ársins hring og gleymist oft hvað þeim fylgir mikil sóun og plastnotkun. Ein leið til að minnka notkun á þessum vörum er að nota sápustykki. Sápustykki innihalda einnig yfirleitt minna af aukaefnum sem eru bæði skaðleg umhverfinu og okkur sjálfum. Afhverju ekki þá að búa til sína eigin sápu! Við erum með sápumassa frá Rico Design sem er 100% vegan, prófuð af húðsjúkdómafræðingum (dermatologically tested), skin neutral og án allra ilmefna. Bæði erum við með hvítan sápumassa og glæran og því auðvelt að leika sér með og búa til allskyns útfærslur. Aðferðin til að búa til sínar eigin sápur er ofur einföld og þarf ekki mikið til að búa til fallegar og vel lyktandi sápur. Hér að neðan er myndband sem sínir í grunnatriðum hvernig best er að vinna með sáumassann og nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera. Ef ætlunin er ekki að nota allan sápumassann er best að skera hann niður í þá stærð sem óskað er eftir og geyma rest. Til að bræða sápumassann er hægt að nota tvær aðferðir:
Auðveldara gerist það ekki! **Athugið að þessi vara er ekki ætluð börnum nema með eftirliti fullorðna** ![]() Sniðugt er að láta sápurnar þorna utan um snæri eða band þannig hún geti hangið í sturtuklefanum og minni líkur að hún renni úr höndunum í sturtu.
0 Comments
|
FÖNDRA
HÉRNA INNÁ MUNUM VIÐ SETJA INN ALLSKYNS HUGMYNDIR, DIY, MYNDIR, MYNDBÖND OG ALLT ANNAÐ SEM TENGIST FÖNDRI! flokkar
All
Archives |